fbpx
 
 • Þú ert afurð þess sem þú hefur ímyndað þér

  Í dag skoðum við söguna okkar og hvar við stöndum gagnvart okkur sjálfum. Leggstu á bakið og hugsaðu um hvað þig langaði að verða þegar þú fullorðnaðist. Hvað kveikti í þér þegar þú varst barn? En þegar þú varst unglingur? En í kringum tvítugt? Leyfðu þér að hugsa um núverandi lífsaðstæður þínar. Hversu mikinn áhuga og neista hefurðu gagn- vart einkalífinu? Barnauppeldinu? Tómstundunum? Vinunum? Hvar ertu núna og hvernig komst þú hingað? Hversu mikið viltu vera hérna?

  Gerðu þér í hugarlund að þú sitjir í stofunni við lok ævi þinnar. Þú veist að stutt er eftir. Þú ferð yfir æviferilinn. Fyllistu stolti yfir æviverkinu og hegðun þinni í eigin garð? Í garð annarra? Sérðu eftir einhverju? Geturðu séð og upplifað að þú hefur mátt, núna, til að koma í veg fyrir eftirsjá framtíðarinnar, einfaldlega með því að láta af hegðun vansældar? 

  Kærleikur,

  Guðni

  Mynd: Ragnheiður Arngrímsdóttir