fbpx
 
 • Acai skál

  Acai berin eru eitt af uppáhalds súperfæði Júlíu. Þau vaxa víða í Brazilíu og eru stútfull af andoxunarefnum sem eru góð fyrir húðina og ónæmiskerfið. Berin eru sérstaklega þekkt fyrir að stuðla að þyngdartapi sem og getu líkamans til að viðhalda heilbrigðri þyngd.Ekki sakar að berin eru einnig talin geta hægt á öldrunarferli líkamans!

  ,,Acai skálar eru vinsælar erlendis og þegar ég dvaldi í LA í hráfæðiskokkanáminu voru acai skálar algengur brunch eða morgunverður á veitingastöðum. Hefðbundnar Acai skálar eru með Acai berjamauki sem fæst sjaldan hérlendis svo ég nota acai duft, æðislegu íslensku krækiberin og sólber“ útskýrir Júlía.

  DSC_0505 2minni


  Acai skál

  2 msk kókosjógúrt eða kæld kóksmjólk (notið aðeins þykka hlutan)
  1 banani, frosinn eða ferskur
  1/2 bolli frosin blanda af (krækiberjum, hindberjum, brómberjum, sólberjum)
  1/2-1 msk acai duft
  4 dropar stevia með vanillubragði
  kókosvatn eftir þörfum

  Hugmyndir ofan á

  banani
  mangó
  jarðaber
  hindber
  frosin krækiber
  hamp fræ
  mórber
  kakónibbur
  mynta

  Súkkulaðihjörtu (avócadómús sett í sæt konfekt form – uppskrift úr Sektarlausu sætinda rafbók Júlíu)


  1. Setjið kókosmjólkurdósina í kæli svo hún þykkni vel. Bætið aðeins þykka hluta hennar í blandarakönnu ásamt banana, frosnum berjum og hrærið þar til silkimjúkt.

  2. Bætið við acai dufti, steviu og kókosvatni eftir þörfum.

  3. Hellið í skál og fegrið með einhverju af hugmyndunum hér að ofan. Njótið.

  Þið fáið fleiri góðar uppskriftir hjá Julíu á heimasíðu hennar Lifðu til fulls!