fbpx
 
  • Verði þinn vilji, því alltaf verður þinn vilji – þú ert mátturinn og dýrðin

    Í dag skoðum við menntun okkar og hvaða áhrif hún hefur á þá sjálfsmynd sem við höfum skapað. Hvernig líður þér gagnvart menntun þinni? Ertu t.d. að nota skort á menntun til að rýra sjálfsmynd þína? Menntun er máttur og hún er margs konar, bæði hefðbundin og óhefðbundin. Gerðu úttekt á viðhorfi þínu til menntunar. Segðu sannleikann um það hvort þú lítur niður á þig eða hvort þú telur þig ekki nægilega góða eða menntaða manneskju til að öðlast þá velsæld og heimild sem markmið þín og áætlanir útheimta. Gerðu úttekt og áætlun ef þú telur að frekari þjálfun og þekking styðji áform þín.

    Mynd: Ragnheiður Arngrímsdóttir