fbpx
 
  • Þú ert ekki búin/n að vera fyrr en þú yfirgefur þig eða afneitar þér

    Vaknaðu og ákveddu að sjá það allra fallegasta við ástvini og fjölskyldumeðlimi í dag, maka þinn og börn, foreldra eða aðra ástvini. Gerðu þér sérstakt far um að hlusta í einlægni og nánd á samskipti og tjáskipti fjölskyldunnar. Taktu sérstaklega eftir þeim persónueinkennum á makanum og börnunum sem eru öðruvísi en þín eigin.

    Gerðu eitthvað óvenjulegt, einlægt og fallegt í dag til að sýna fjölskyldunni hversu mikils virði þau eru þér og hvað þú ert þakklát/ur fyrir tilvist þeirra. Segðu hverju og einu þeirra frá fallegri hegðun eða sérkenni í þeirra fari sem þér þykir vænt um. Mundu að allt sem þú veitir athygli vex og dafnar og þegar þú beinir ljósi hjartans að því þá örvast vöxturinn til muna.

    Mynd: Ragnheiður Arngrímsdóttir