fbpx
 
  • Þú ert erindreki ástarinnar – boðberi ljóssins

    Í dag skaltu fylgjast sérstaklega með þér. Þú átt að standa þig að því að standa ekki með þér. Venjuleg manneskja er talin yfirgefa, hafna eða afneita sér um átta hundruð sinnum á dag. Þetta er oft lúmskt og ekki í vitund og fæstir gera sér grein fyrir því að það felst afneitun í því að vilja ekki vera eins og maður er, núna. Allar frestanir, skammir, nöldur, fýla og sjálfsvorkunn eru afneitun og höfnun og oft erum við að kvarta og væla yfir hlutskipti sem við höfum sjálf skapað. Að væla er þvæla. Hættum að væla og þvælast fyrir okkur, stöndum okkur að verki, tökum ábyrgð og elskum. Segjum alltaf satt og gefum engan afslátt.

    Mynd: Ragnheiður Arngrímsdóttir

    Von er væl skortdýrsins en á sama tíma konfekt fjarverunnar og besti hvatinn. Eins og asni eltir gulrót og hundur eltir skott þá eltir skortdýrið innistæðulausa von sem er martröð hjartans en hnoss afþreyingar, ábyrgðarleysis og eymdar.