fbpx
 
 • Kókosjógúrt

  Jógúrtgerð hjá Júlíu hefst yfirleitt á sunnudagseftirmiðdögum. Hún segir að þetta taki hana ekki nema 5 mín þar sem öllu er skellt í blandara og geymist í 5 krukkum út vikuna.

  Hún breytir reglulega til í jógúrtgerðinni en um þessar mundir er kókosjógúrt með jarðaberjum og banana það sem hefur slegið verulega í gegn!

  DSC_2619


  Jógúrt fer sérlega vel í maga enda eru hún rík af hollri fitu frá kókosmjólk, góðum trefjum frá chia fræum sem efla meltingu og gefa kraft fyrir daginn. En nafnið chia merkið styrkur sem lýsir fræjunum vel.

  Hún leggur chia fræ í bleyti kvöldið áður en gleymir sér stundum og lætur þau þá liggja í bleyti í 10 mín c.a.

  DSC_2670


  Kókosjógúrt með jarðaberjum og banana

  Bananajógúrtið
  2 dósir kókosmjólk (ég nota frá Coop, sem fæst í Nettó)
  2 banani
  1 krukka chia fræ útbleytt (c.a 1/4 bolli chia fræ og 3/4 vatn)
  8 msk hamp fræ
  6 dropar stevia með vanillubragði
  (ég nota stevia frá via health)

  Jarðaberjakrem
  1 dós kókosmjólk (ég nota frá Coop, sem fæst í Nettó)
  1 300 gr poki frosin lífrænt jarðaber (látin þiðna)
  1 msk hrár kókospálmanektar/hlynsíróp
  6-8 dropar stevia venjulegt eða með jarðaberjabragði
  örlítið salt

  Klst áður en uppskriftin er gerð eða daginn áður:
  Leggið chia fræ í bleyti og geymið í kæli eða gert 10 mín áður.
  Takið jarðaber úr frysti og látið pokann þiðna í skál í kæli.


  1. Setjið öll hráefni fyrir kókosjógúrtið í blandara fyrir utan chia fræ og hrærið þar til silkimjúkt. Bætið við chia fræum rétt undir lok og hrærið saman rétt svo chia fræin blandast samanvið. Það er fallegast ef chia fræin fá að vera heil en ekki alveg blönduð saman.

  2. Hellið jógúrtinu í krukkur. Júlía fyllir fimm 500 gr krukkur að 3/4 (krukkurnar endurnýtir hún undan kókosolíu). Skolið blandarakönnuna.

  3. Setjið allt í jarðaberjakremið í blandara og hrærið þar til silkimjúkt. Mikilvægt er að jarðaberin séu búin að þiðna fyrir bestu útkomu. Salt magnið eru c.a einn klípa og mikilvægt að hafa með fyrir endaútkomu jógúrts.

  4. Hellið kremi í krukkurnar og fyllið þær. Geymið í kæli og að morgni má borða með skeið eða hræra saman og drekka sem þykkt og gott jógúrt. Einnig má setja í skál og skreyta með berjum

  DSC_2658


  Heilsa og hamingja,
  Júlía
  Lifðu til fulls!