fbpx
 
 • Hvað viltu upp á dekk?

  Um daginn bauðst mér nýtt verkefni. Það mun hafa í för með sér að ég þarf að stíga fram á sjónarsviðið, ræða opinberlega um málefni og skilja hismið frá kjarnanum.

  Þegar viðkomandi nefndi þetta við mig, hikaði ég ekki við að segja já. En á sömu stundu hvíslaði skortdýrið að mér hvað ég vildi nú eiginlega upp á dekk.

  Það var athyglisvert að finna hve ég leitaði við að draga úr mér kjarkinn til að neita þessu tækifæri en hjarta mitt var óttanum yfirsterkara og tók þessu fagnandi og ég ákvað að hlusta frekar á þann dúndrandi hjartslátt.

  Þegar ég ræddi þetta í næsta GloMotion tíma óskaði Guðni mér til hamingju með að veita þessu athygli, að vera komin af stað í velsældina því með því að viðurkenna – gæti ég sleppt.

  Helgina á eftir ræddi ég þetta við vinkonurnar í sumarbústaðaferð sem við fórum í til að skerpa á velsæld okkar, tilgangi og markmiðum. Þær vissu nákvæmlega hvaðan þetta kom og fannst mér dásamlegt að geta opnað hjarta mitt á þennan máta, viðurkennt og sleppt.

  Það sem ég er lukkunnar pamfíll.