fbpx
 
 • Máttur uppgötvunar

  Hvað gera rúmlega fimmtugar konur þegar þær vilja breytingar í lífi sínu? Þær fara auðvitað upp í bústað, elda þar góðan mat, lesa, prjóna, ganga og vinna í Mætti athyglinnar, já þið lásuð rétt, vinna í Mætti athyglinnar.

  Það liggur jú alltaf beint við að veita sér athygli og taka Guðna bara á það. Og þar sem við lágum út í sólinni fyrir aftan bústaðinn og unnum fyrirgefninguna sagði vinkona mín allt í einu upp úr þurru; ,,ég er að gera meiriháttar uppgötvanir hérna“ og svo grúfði hún sig ofan í bókina á ný.

  Við gerðum margar uppgötvanir þessa helgi og erum hvergi nærri hættar, áttuðum okkur á hve margir í fjölskyldum okkar hafa rétt fyrir sér (þvílíkur léttir sem það var), því það er þeirra sannleikur og skemmtilegasta æfingar var hve gamlir kærastar væru jú bara alveg ágætir, svo létum við nokkrar góðar sögur fylgja með og hlógum þessi ósköp. Jebb, það sameinuðust margir þræðir þessa helgi og svo klippti maður bara á… volá!

  Þegar þriðja vinkonan bættist í hópinn fórum við í nærandi göngu og lögðumst því næst niður á milli trjánna og hlustuðum. Fuglasöngur, vindur í trjánum, lækjarniður, sólin og við.

  Já, auðvitað fer maður í bústað til að veita sér athygli og uppgötva…….