fbpx
 
 • Val um viðhorf á alltaf við

  Í síðustu viku kom upp hópsmit vegna knattspyrnukonu sem kom frá Ameríku og reyndist neikvæð í skimun við komuna til landsins.

  Það sem mér fannst áhugavert var hve umræðan fór fljótlega víða. Ég ákvað að hlusta á upplýsingafundinn og þegar ég heyrði í Kára Stefáns, þar sem hann benti á hve skynsöm konan var að láta skoða sig aftur – þó einkennalaus væri, ákvað ég að taka þá afstöðu líka.

  Mynd: Ragnheiður Arngrímsdóttir

  Hún vissi ekki af þessu, var einkennalaus en skynsemi hennar sagði henni að tjékka aftur. Þetta fannst mér svo sterk ábyrgðatilfinning hjá henni, að veita þessum möguleika athygli. Hvert sem ég hef farið og þetta hefur komið upp þá hef ég hrósað konunni, lýst yfir þeirri skoðun minni hve skynsamleg hún var og hve vel hefur tekist að vinna með þetta. Ég einfaldlega valdi þessa afstöðu og hafa allar samræður um þetta málefni flætt í gegnum mig áreynslulaust..

  Við sem þjóð erum að mínu mati að standa okkur vel í þessari áskorun sem COVID-19 er, hvort sem er í heilbrigðisgeiranum, vísindageiranum eða stjórnmálageiranum.

  Ísland er opið, það eru allir að veita þessu athygli og við förum skynsamlega í gegnum þetta.

  Ég er stolt og þakklát fyrir íslensku leiðina.