fbpx
 
  • Þú þráir það sem þú starir á

    Skortdýrið er meðvitundarlaust en gríðarlega öflugt. Þegar þú ert ekki í vitund þá ræður það ferðinni – dregur þig áfram hvert sem það vill fara, frá einni freistingu til annarrar, frá einni refsingu til annarrar. Skortdýrið þrífst því á vanþakklæti. Því það er ekki hægt að upplifa skort í lífinu og vera þakklátur og uppljómaður

  • Þegar þú trúir ekki á neitt þá trúirðu

    Okkur er tamt að tala um trúleysingja. En þeir eru ekki til. Sá sem trúir ekki á neitt trúir á þá hugmynd að hann trúi ekki á neitt. Sá sem getur dregið svona ályktun trúir. Vissulega er hægt að staðsetja lífsviðhorf sín þannig að maður neiti að gangast inn á kreddur og reglur tiltekinna trúarbragða.

  • Tómt er tilgangslaust markmið

    Tilgangurinn er í eðli sínu forsenda innblásturs og ástríðu; kjölfesta tilveru okkar. Tilgangurinn er ástæða þess að við leggjum eitthvað á okkur í lífinu. Tilgangurinn er það sem sumir kalla leiðarljós, en ég vil meina að hann sé kjölfesta og verði þannig forsenda fyrir markmiðunum. Geturðu velt fyrir þér, sem snöggvast, muninum á einstaklingi sem