fbpx
 
  • Snjódrífurnar

    Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með Snjódrífunum þvera Vatnajökul. Þær eru heiðarlegar með ferðalagið, búnar að vinna lengi að þessu, segjast ekki vera sterkari en veikasti hlekkurinn, vinna sem ein heild, ein kona. Ein lýsing talaði sérstaklega til þín en það var hvernig þær aftengja hugann frá líkamanum og láta engar fortölur ná yfirhöndinni.

  • Í beinan kvenlegg

    Ég er að undirbúa sögustund fjögurra kynslóða kvenna i fjölskyldunni, tengingar þeirra og líf. Ég er þriðja í röðinni og svo kemur dóttir mín. Það sem er svo merkilegt er að ég veit meira um líf ömmu minnar en mamma mín vissi, veit meira um líf mömmu minnar en systkini mín vita – jafnvel þau

  • Guðnapróf á strákana

    Eftir að hafa verið skeptísk og fundið Tinder allt til foráttu, ákvað ég að láta slag standa og stíga þar inn. Það hefur verið vægast sagt áhugavert. Þegar ég small við einn mann um daginn sem var á svipuðu andlegu ferðalagi og ég, fór mér að þykja þetta bara skemmtilegt. Við hittumst einn morguninn á