

Guðni Gunnarsson er stofnandi og upphafsmaður Rope Yoga og GlóMotion hugmyndafræðinnar.
Guðni er einn af frumkvöðlum Íslands á sviði líkams og heilsuræktar. Hann hefur starfað við fagið í meira en 35 ár og er m.a. fyrsti einkaþjálfarinn á Íslandi.
Kristín Ingvadóttir er GlóMotion-heilræktarkennari sem hefur átt fjölbreytilega og farsæla starfsævi. Tískubransinn í 30 ár, förðunarfræðingur, sjómaður, bóndi og markaðsmál svo fátt sé nefnt. Hún hefur stundað Rope Yoga með hléum frá árinu 2006, en í byrjun 2016 ákvað hún að gefa sjálfri sér heimild til að hefja þá vegferð sem hefur gefið henni mest; tilgang, ástríðu, líkamlega heilsu og sérstaklega andlega velsæld sem hún elskar að deila með öðrum og veita þjónustu.
Guðrún Birna le Sage er Gló Motion heilræktarkennari, markþjálfi og tveggja barna móðir. Hún hefur víðtæka reynslu af því að vinna með fólki með margvíslegan bakgrunn og á öllum aldri. Hún hefur unnið í stöðu markþjálfa, fimleikaþjálfara, íþróttakennara og umsjónakennara sem og fleiri umönnunarstörfum, svo dæmi sé tekið. Hún er með grunn í félagsráðgjöf og hefur sótt námskeið hjá respectfulmom.com, Play Iceland, Teacher Tom ofl. og hlotið þjálfun í sáttamiðlun – uppbyggilegri réttvísi (Conflict Resolution)
Jóna Lilja Lærði Heilun og Blómadropaþerapistann árið 2012 og vann sem heilari á Strandgötu 11 á meðan hún lærði. Hún er einnig hugmyndasmiður og eigandi Blómadropa Sverðliljunnar sem eru unnir með því markmiði að koma Orkustöðva kerfinu í jafnvægi. Jóna Lilja Lauk kennararéttindum í september 2018 sem Yoga nidra kennari og hefur starfað síðan í oktober sama ár. Hún lærði hjá Matsyendra Saraswati sem tók sjálfur a.m.k 6 ára nám til þess að mastera Yoga nidra, hugleiðslu, Hatha yoga og Pranayama kennarann og er með yfir 25 ára starfs og kennarareynslu. Hann er einn af bestu kennurum sem fyrirfinnst í heiminum enda lærður af núlifandi nemenda Swami Satyananda Saraswati höfund yfir 80 bóka um andleg málefni. Kennsluréttindin fela í sér þekkingu og skilgreiningu og sögu, hefðir og þróun á yoga nidra, vísindi svefns, tauga vísindi, REM, EEG, draumakenningar, skilgreiningar á Shavasan, streitu og slökunar viðbrögð, Sankalpa(persónulegum ásetning). Koshas, Chackras (Orkustöðvar líkamans) og Tratak. Jóna Lilja lauk einnig Pranayama öndunartækni kennara námi hjá sama kennara í maí 2019 sem felur í sér þekkingu og innsýn í Pranayama, Hatha Yoga, Shatkarmas, Mudra & Badhas, Koshas, Vayus, Nadis, Chackras og Tattwas. Jóna hefur starfað sem Yoga nidra kennari á Yogastöð þar sem hún leiddi Námskeið og opna tíma síðan í mars 2019 undir góðum unditektum og vinsæld á stuttum tíma. Hún hefur einnig leitt Djúpslökun á litlum sem stórum Fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu, fyrir skjólstæðinga á Dagdeild Hrafnistu í Rvk, 5 ára Leikskólabörn, þemadaga í Framhaldsskólum og starfsfólk á vinnustöðum síðan í október 2018. Nýlega lauk hún 40 klst námskeiði hjá indverka meistaranum og tónlistarmanninum Russil Paul. The Mastery of Mantra and other yogic Powers. Mantra, Tantra, Mudras, Shamanic powers, self healing og Shri Vidya.
Garðatorg 3
210 Garðabæ